Valur Íslandsmeistari kvenna annað árið í röð

Kvennalið Vals í knattspyrnu fékk í dag afhentan Íslandsmeistaraskjöldinn í knattspyrnu að loknum leiks liðsins við Selfyssinga í lokaumferð Bestu deildar kvenna. 

Þetta er annað árið í röð sem liðið verður Íslandsmeistari og var Pétur Pétursson þjálfari að vonum kampa kátur í leikslok "Ég er rosalega stoltur af þessu liði í dag og ánægður hvernig stelpurnar brugðust við því að fara inn í mótið sem meistarar og klára það aftur, þetta er erfiðasti titillinn til að vinna og mér finnst þetta stórkostlegur árangur hjá okkur"

Við óskum stelpunum og öllum sem stóðu að liðinu hjartanlega til hamingju með titilinn og þann frábæra árangur sem liðið hefur náð í sumar.