Körfuknattleikslið Vals meistari meistaranna
Körfuknattleikslið Vals varð í gær meistari meistaranna í körfubolta eftir hörku sigur á Stjörnunni í háspennuleik sem fór fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda.
Lokatölur urðu 80-77 og voru stigahæstu menn Vals Pablo Bertone með 20 stig, Kristófer Acox með 16 og Ozren Pavlovic sem gekk nýverið til liðs við Val með 14.
Við óskum liðinu og öllum sem að því standa til hamingju með titilinn.