Körfuboltatvenna í kvöld að Hlíðarenda
![](/media/423572/tvenna_-_6._okt_2022_news_main.jpg)
Það verður sannkölluð körfuboltaveisla að Hlíðarenda í dag þegar fyrsta tvenna vetrarins fer fram í Origo höllinni.
Kvennalið Vals ríður á vaðið þegar þær mæta ÍR-ingum klukkan 18:00. Strax í kjölfarið mætir karlaliðið Stjörnunni en liðin áttust einnig við síðastliðinn sunnudag í háspennuleik sem endaði með sigri Vals.
Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna og styðja okkar lið til sigurs!
Minnum á að nú standa yfir framkvæmdir við heimreið, gangstíga og bílastæði að Hlíðarenda sem hefur í för með sér töluverð áhrif á aðkomu áhorfenda.
Við bendum því þeim sem leggja leið sína að Hlíðarenda að nota nærliggjandi bílastæði í grennd við Hlíðarendasvæðið.
![](/media/423572/tvenna_-_6._okt_2022.png)
![](/media/418295/a_koma_og_framkv_mdir.png)