Guðrún Hekla og Kolbrún Arna í æfingahóp U16

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna valdi á dögunum hóp sem kemur saman til úrtaksæfinga dagana 24. - 26. október næstkomandi og verður æft í Miðgarði, Garðabæ.

Til æfinga að þessu sinni eru valdir 32 leikmenn frá 16 félögum og á Valur tvo fulltrúa, þær Guðrúnu Heklu Traustadóttur og Kolbrúnu Örnu Káradóttur.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.