Arnar Grétarsson til Vals

Arnar Grétarsson og Knattspyrnufélagið Valur hafa gert með sér 4 ára samning og verður Arnar þjálfari meistaraflokks karla frá 1. nóvember næstkomandi.

Arnar er margreyndur landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, lék með liðum eins og Glasgow Rangers, AEK Athens, KSC Lokeren og á 72 leiki með A landsliði Íslands.

Eftir að knattspyrnuferlinum lauk tók Arnar við sem tæknilegur ráðgjafi hjá AEK Athens í Grikklandi og síðar sem yfirmaður knattspyrnumála hjá ClubBrugge í Belgíu. Þjálfaraferill Arnars hófst hjá Breiðablik og síðar tók hann við liði Roeselari í Belgíu áður en hann tók við stjórnartaumum hjá KA.

Arnar býr yfir góðri menntun, hefur átt farsælan feril og hefur mikla reynslu sem mun skila sér í það metnaðarfulla starf sem er hjá Val og þær breytingar sem ráðist verður í.

Við bjóðum Arnar velkominn á Hlíðarenda.