Miðasala á heimaleikina í European League hafin

Þriðjudaginn 25.október hefja Valsmenn leik í Evrópukeppninni. Fyrsti andstæðingur Valsmanna er hið firnasterka lið Farencvaros frá Ungverjalandi. Stuðningsmenn geta keypt miða á leikinn sem og aðra leiki í keppninni með því að smella hér.

Valur keppir í riðlakeppni EHF European League fyrst íslenskra liða og leikur 5 leiki heima og að heiman sem verða hver öðrum skemmtilegri og búast má við mikilli skemmtun og spennu.

EHF European League er riðlakeppni þar sem nokkur af sterkustu liðum í evrópskum handbolta keppa í fjórum sex liða riðlum og munu fjögur efstu liðin tryggja sér þátttöku í 16 liða útsláttarkeppni

Heimaleikir Vals eru eftirfarandi:

  • 25.okt 2022 Valur vs FTC
  • 22.nov 2022 Valur vs SG Flensburg-Handewitt
  • 13.des 2022 Valur vs Ystads IF HF
  • 14.feb 2023 Valur vs BM Benidorm
  • 21.feb 2023 Valur vs PAUC Handball 

 

VIP miðar

Innifalið í VIP miðum er aðgangur að sér svæði þar sem boðið verður uppá léttar veitingar fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Japan mun greina andstæðinga Vals fyrir alla leiki. 

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ TRYGGJA ÞÉR MIÐA

PRESS HERE TO BUY TICKETS FOR EHF EUROPEAN LEAGUE