Herrakvöld Vals 2022 þann 4. nóvember

Herrakvöld Vals verður haldið venju samkvæmt föstudaginn 4. nóvember næstkomandi. Búið er að opna fyrir miðasölu á kvöldið inn á Stubb-appinu og hvetjum við herrana til að tryggja sér miða í tæka tíð - Auk þess er hægt að kaupa miða á skrifstofu félagsins. 

Dagskráin þetta árið verður ekki af verri endanum þar sem Lárus (formaður) Sigurðsson setur hófið venju samvkæmt, söngvarinn Gunnar Björn Jónsson tekur lagið og Freyr Eyjólfsson mun stýra gleðinni af sinni alkunnu snilld. 

Húsið opnar klukkan 19:00 og hefst borðhald stundvíslega klukkustund síðar.