Lokun á bílastæðum við Origo-höllina

Nú standa yfir framkvæmdir við heimreið, gangstíga og bílastæði að Hlíðarenda sem hafa í för með sér áhrif á aðkomu iðkenda, foreldra og allra þeirra sem leið eiga um Hlíðarendasvæðið. 

Frá og með laugardeginum 29. október munu bílastæði við Valsheimilið loka og mun lokunin gilda í 7-10 daga. Lokunin á við um stæðin sem eru innan við spennustöðina sem er sunnan megin við Friðriksvöll eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Mikilvægt er að foreldrar brýni vel fyrir börnum sínum að þau sýni aðgát á framkvæmdasvæðinu og virði þær lokanir sem eru í gangi hverju sinni.

Fyllsta öryggis er gætt á meðan framkvæmdum stendur og verður framkvæmdasvæði afgirt, en þó eru alltaf einhver vinnutæki sem þurfa að vera á ferðinni utan girðingar.

Stefnt er að verkinu verði að fullu lokið í byrjun desember en það er þó alltaf háð veðri og að ekkert óvænt komi upp.