Níu Valsarar í æfingahóp A-landsliðs kvenna

Þorsteinn H. Halldórsson, landsliðsþjálfari A kvenna valdi á dögunum hóp sem kemur saman til æfinga dagana 9. - 11. nóvember næstkomandi. 

Æfingarnar fara fram í knattspyrnuhúsinu Miðgarði í Garðabæ og eru alls 9 leikmenn úr Val í hópnum: 

  • Arna Eiríksdóttir
  • Anna Rakel Pétursdóttir
  • Ásdís Karen Halldórsdóttir
  • Bryndís Arna Níelsdóttir
  • Lára Kristín Pedersen
  • Lillý Rut Hlynsdóttir
  • Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
  • Þórdís Elva Ágústsdóttir
  • Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.