Fimm Valsarar í U19 fyrir undankeppni EM

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp sem tekur þátt í fyrstu umferð undankeppni EM 2023. Íslanda er í riðli með Litháen, Færeyjum og Liechtenstein en leikið er í Litháen dagana 8.-14. nóvember. 

Í hópnum erum fimm Valsarar, þær Eva Stefánsdóttir, Fanney Inga Birkisdóttir, Hildur Björk Búadóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir og Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir. 

Stelpurnar mæta Liechtenstein á þriðjudag í fyrsta leik liðsins þriðjudaginn 8. nóvember og verður sýndur beint á Youtube rás knattspyrnusambands Litháen: Youtube

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á mótinu.