Framkvæmdir við heimreið - Kantsteinar steyptir í dag - Varist snertingu

Kantsteinar á nýja bílastæðinu við Hlíðarenda voru steyptir í dag og vegna veðuraðstæðna mun taka steypuna um tvo sólarhringa að þorna almennilega.

Við brýnum því fyrir þeim sem sækja Hlíðarenda heim á næstu dögum að vinsamlegast ekki snerta kantsteina á nýju heimreiðinni.