13 Valsarar í æfingahópum KKÍ
Búið er að boða fyrstu hópa allra U15, U16 og U18 landsliða KKÍ til æfinga í lok desember. Þá verður æft ásamt því að mælingar leikmannahópa í samstarfi við HR verða teknar á öllum liðum og þá verða fræðslufyrirlestrar einn daginn að auki fyrir alla hópana.
Alls er um að ræða leikmenn frá 26 félögum og þá eru þrír leikmenn í erlendum skólum sem eru boðaðir nú til æfinga. Alls eru 13 iðkendur úr Val í hópunum eins og sjá má hér að neðan og óskum við þeim til hamingju með valið.
U18 drengja
- Karl Kristján Sigurðarson
- Jóhannes Ómarsson
- Björgvin Hugi Ragnarsson
U18 stúlkna
- Sara Líf Boama Valur
- Sunna Hauksdóttir
U16 stúlkna
- Þuríður Helga Ragnarsdóttir
U15 stúlkna
- Berta María Þorkelsdóttir
- Emma Cortes Ólafsdóttir
- Ingibjörg Sigrún Svaladóttir
U15 drengja
- Arnór Bjarki Halldórsson
- Elías Páll Einarsson
- Páll Gústaf Einarsson
- Stormur Kiljan Traustason