Snorri Steinn framlengir til 2025

Handknattleiksdeild Vals framlengdi á dögunum samning sinn við Snorra Stein Guðjónsson sem mun stýra karla liði Vals í handbolta út tímabilið 2024-25. 

Þetta eru mikil gleðitíðindi en Snorri hefur náð frábærum árangri frá því hann tók við stjórnartaumunum árið 2017 þar sem rík áhersla hefur verið lögð á að gefa ungum uppöldum leikmönnum tækifæri. Liðið er í dag handhafi allra titla sem í boði eru innanlands ásamt því að vera standa sig frábærlega í Evrópukeppninni. 

Snorri Steinn endaði í topp fjórum í kjöri samtaka íþróttafréttamanna á þjálfara ársins sem var útnefndur í gær auk þess sem liðið hans var kosið lið ársins 2022 - Sannarlega frábær endir á árinu sem hefur verið verið gríðarlega viðburðarríkt í handboltanum að Hlíðarenda.