VÍS-Bikarinn undanúrslit: Valur - Höttur, miðvikudag kl. 20:00
Valur mætir Hetti í undanúrslitum VÍS bikars karla í dag, miðvikudaginn 11. janúar klukkan 20:00 í Laugardalshöll.
Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi leiksins en í boði er sæti í sjálfum úrslitaleiknum á móti Stjörnunni eða Keflavík laugardaginn 14. janúar.
Hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna í rauðu og tryggja sér miða í gegnum Stubb-appið. Mikilvægt að stuðningsfólk Vals kaupi Valsmiða á Stubbi.
Miðaverð:
- Börn 15 ára og yngri 1.000 kr.
- Fullorðnir (16 ára og eldri) 2.500 kr.