Bikarúrslit: Stjarnan - Valur, laugardag kl. 16:15
Valur og Stjarnan mætast í úrslitum VÍS-Bikars karla í körfuknattleik klukkan 16:15, laugardaginn 14. janúar í Laugardalshöll.
Af því tilefni verður blásið til bikarhátíðar að Hlíðarenda milli 14:15 og 15:15. Boðið verður upp á pizzu og andlitsmálningu fyrir iðkendur félagsins.
Hvetjum stuðningsfólk til að tryggja sér miða á leikinn inn á Stubbinum og muna að kaupa Valsmiða í appinu.