Handboltatvenna föstudaginn 3. febrúar
Það verður sannköllum handboltaveisla í Origo-höllinni föstudaginn 3. febrúar þar sem boðið verður upp á tvíhöfða í Olís deild karla og kvenna.
Strákarnir ríða á vaðið þegar þeir fá FH-inga í heimsókn í sannkölluðum toppslag þar sem efstu tvö lið deildarinnar mætast klukkan 18:00.
Strax í kjölfarið taka Valsstelpur á móti Haukum og hefst sá leikur klukkan 20:15. Miðasala á leikina er í fullum gangi inn á Stubb-appinu og hvetjum við stuðningsfólk til að fjölmenna að Hlíðarenda.