Fanney, Hildur og Sigríður með U19 til Portúgal
Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp sem tekur þátt í æfingamóti i Portúgal í febrúar.
Í hópnum eru þrjár Valsstelpur, þær Fanney Inga Birkisdóttir, Hildur Björk Búadóttir og Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir.
Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis með liðinu.