Sandra, Arna Sig og Elísa með A-landslið kvenna til Pinatar

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari A-kvenna tilkynnti í dag hópinn sem tekur þátt í æfingamótinu Pinatar Cup sem fram fer á Spáni um miðjan febrúar.

Þar mætir íslenska landsliðið Skotlandi, Wales og Filippseyjum og verða allir leikirnir sýndir á beinu streymi á KSÍ TV

Í hópnum eru þrír leikmenn Vals, þær Sandra Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í leikjunum.