Lúkas Logi og Óliver Steinar til liðs við Val

Knattspyrnudeild Vals fékk á dögunum liðsstyrk þar sem tveir ungir og efnilegir leikmenn gengu til liðs við félagið, þeir Óliver Steinar Guðmundsson og Lúkas Logi Heimisson.

Óliver gekk til lið við Atalanta 16 ára gamall frá Haukum. Hann er fæddur árið 2004 og hefur leikið með U18 og U19 liðum Atalanta sem miðjumaður auk þess að eiga leiki að baki me U19 ára landsliði Íslands.

Lúkas sem er 19 ára gamall var á mála hjá Empoli á Ítalíu síðastliðið ár en sneri aftur til Íslands og spilaði með Fjölnismönnum. Lúkas er sóknarmaður og hefur leikið 60 leiki með Fjölni og skorað í þeim 15 mörk. Hann á einnig 6 leiki með ungmennalandsliðum Íslands.

Við bjóðum strákana velkomna að Hlíðarenda.