Ólafur Flóki og Óliver Steinar í æfingahóp U19

Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari U19 valdi á dögunum hóp sem kemur saman til æfinga 13.-15. febrúar næstkomandi.

Í hópnum eru Valsararnir Ólafur Flóki Stephensen og Óliver Steinar Guðmundsson. Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla undankeppni EM 2023, en Ísland er þar í riðli með Tyrklandi, Englandi og Ungverjalandi. Riðillinn verður leikinn á Englandi 22.-28. mars næstkomandi.

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.

May be an image of 2 people and text