HSÍ velur landsliðshópa kvenna

Arnar Pétursson valdi á dögunum A-landsliðshóp sem mætir Noregi B í æfingaleikjum í undirbúningi sínum fyrir HM umspilið sem fram fer í apríl.

Valur á að þessu sinni fjóra fulltrúa í hópnum en það eru þær Thea Imani Sturludóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Lilja Ágústsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir.

Einnig voru valdir landsliðshópar yngri landsliða kvenna og eigum við 14 fulltrúa þar. U-19 og U-17 eru á leiðinni til Tékklands og leika æfingaleiki við heimakonur en U-16 og U-15 verða við æfingar hér heima.

U19

  • Brynja Katrín Benediktsdóttir
U17
  • Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir
  • Ásrún Inga Arnarsdóttir
  • Guðrún Hekla Traustadóttir
  • Kristbjörg Erlingsdóttir
U16
  • Arna Karítas Eiríksdóttir
  • Erla Sif Leósdóttir
  • Katla Margrét Óskarsdóttir
U15
  • Ester Elísabet Guðbjartsdóttir
  • Eva Steinsen Jónsdóttir
  • Hrafnhildur Markúsdóttir
  • Ísold Hallfríðar Þórisdóttir
  • Laufey Helga Óskarsdóttir
  • Sigrún Erla Þórarinsdóttir
Frábærir fulltrúar Vals í þessum verkefnum en ekkert félag á fleiri fulltrúa að þessu sinni.