Tveir framtíðarleikmenn á reynslu hjá erlendum liðum

Valsararnir Kristján Sindri Kistjánsson og Víðir Jökull Valdimarsson hafa báðir fengið boð um að fara á reynslu til liða í Skandinavíu á næstu vikum.

Kristján Sindri er sóknarmaður, fæddur árið 2006 og er því á yngsta ári í 2.flokki. Hann fer nú í lok mánaðar til Aab í Álaborg, þar sem hann mun dvelja í rúma viku. Víðir Jökull er markvörður, fæddur árið 2007 og því á eldra ári í 3.flokki. Í byrjun mars fer hann í annað sinn á skömmum tíma til Hammarby í Stokkhólmi.

Það er frábær reynsla að fara út og æfa með atvinnumannaliðum og í því felast mörg tækifæri. Kristján og Víðir eru frábærar fyrirmyndir fyrir aðra iðkendur hvað ástundun sinnar íþróttar varðar og hafa svo sannarlega unnið fyrir sínum árangri. Báðir hafa þeir fengið tækifæri á æfingum meistaraflokks í haust og einnig eiga þeir báðir yngri landsleiki að baki.

Þjálfarar 2. flokks eru þeir Hallgrímur Heimisson og Leon Pétursson og þjálfari 3.flokks er Þór Hinriksson. Kjartan Sturluson og Aron Óskar Þorleifsson hafa þá báðir komið að þjálfun markvarða á þessum aldri.