Valur deildarmeistari í Olís deild karla 2023

Valur varð deildarmeistari Olís-deildar karla í handbolta síðastliðið föstudagskvöld þegar liðið bar sigurorð af Gróttu 32-21 í Origo-höllinni að Hlíðarenda.

Þetta er annað árið í röð sem félagið hampar þessum titli en ekkert lið hefur tryggt sér hann svo snemma á tímabilinu en fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari að vonum sáttur með sína menn þegar sigurinn var í höfn. 

"Þetta er fáránlega mikið afrek hjá mínum mönnum að vera deildarmeistari, svo ég tala nú ekki um í þessu álagi sem við erum búnir að vera í. Að halda sjó á báðum stöðum (deild og evrópukeppni) er eitthvað sem ég er ógeðslega stoltur af."

Við tekur verðskulduð pása hjá liðinu áður og fær þjálfarateymið nú svigrúm til að ná vopnum sínum til baka og undirbúa liðið fyrir leikina tvo gegn Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Miðasala heimaleikinn sem fer fram í Origo-höllinni þriðjudaginn 21. mars er í fullum gangi inn á miðasöluvef tix.is - Smelltu hér til að tryggja þér miða!

May be an image of one or more people, people playing sport, people standing and indoor