Glódís og Kolbrá með U17 til Albaníu

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U17 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp sem mun keppa í annarri umferð forkeppni EM.

Mótið fer fram í Albaníu 16.-22. mars næstkomandi og eru tveir Valsarar í hópnum, það eru þær Glódís María Gunnarsdóttir og Kolbrá Una Kristinsdóttir. 

Við óskum stelpunum góðs gengis í Albaníu og til hamingju með valið.