Bikarvika framundan - fjölmennum í höllina

Valskonur mæta Haukum á miðvikudaginn í undanúrslitum Powerade-bikarsins klukkan 18:00 í Laugardalshöll.

Valskonur hafa leikið afar vel í vetur og mikilvægt að Valsarar fjölmenni og styðji við bakið á okkur konum!

Minnum á miðasölu sem er í fullum gangi inn á stubbur appinu.

Nú þegar hafa 3.-4. og 5. flokkur kvenna tryggt sér sæti í úrslitum en hér að neðan má sjá dagskránna í höllinni um helgina. 

Dagskráin um helgina í höllinni:

  • fös. 17. mars kl. 18:00 Bikarúrslit 4. flokkur kvenna: Valur - KA/Þór
  • lau. 18. mars kl. 13:30 Bikarúrslit meistaraflokkur kvenna: Valur eða Haukar - ÍBV eða Selfoss
  • sun. 19. mars kl. 11:00 Bikarúrlit 5. fl. kvenna: Valur - Grótta 
  • sun. 19. mars kl. 15:30 Bikarúrslit 3. fl. kvenna: Valur - HK