Þrír Valsarar hóp U21 sem mætir Írlandi í vináttuleik

Davíð Snorri Jónsson þjálfari U21 ára liðs Íslands í knattspyrnu valdi á dögunum hópinn sem leikur vináttuleik gegn Írlandi þann 26. mars ytra. 

Í hópnum eru þrír Valsarar, þeir Orri Hrafn Kjartansson, Lúkas Logi Heimisson og Kristófer Jónsson sem er á láni hjá Venezia.

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.