KH kvenna mætir bandarísku liði að Hlíðarenda í kvöld

Stelpurnar í KH mæta U18 liði Iowa Rush frá Bandaríkjunum í vináttuleik í kvöld, föstudaginn 17.mars.

Leikið verður á Origo vellinum og flautað verður á kl 18:00. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkar stelpur að máta sig við þetta lið en eins og fótboltaáhugafólk kannast við eru Bandaríkjamenn í allra fremstu röð þegar kemur að knattspyrnu kvenna.

Einnig er þetta ágætis tækifæri fyrir Valsara að líta augum þá ungu leikmenn sem verið er að þróa í KH verkefninu og við vonumst til að sjá í meistaraflokksbúningnum á næstu árum.

KH stelpurnar hafa verið í hörku prógrammi frá því í haust en þjálfarar liðisins eru þeir Jón Ólafur Daníelsson og Vedran Medenjak.