Fanney, Hildur og Sigríður með U19 til Danmerkur
Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna valdi á dögunum hóp sem tekur þátt í milliriðlum undankeppni EM 2023.
Ísland er í riðli með Danmörku, Svíþjóð og Úkraníu, en leikið er á Danmörku dagana 3.-11. apríl næstkomandi. Efsta lið riðilsins fer beint áfram í lokakeppnina sem fer fram í Belgíu dagana 18.-30. júlí 2023.
Í hópnum eru þrír Valsarar, þær Fanney Inga Birkisdóttir, Hildur Björk Búadóttir og Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.