Valur bikarmeistari 5. eldri- og 4. flokki kv í handbolta

Bikarvika hanknattleikssambandsins fór fram í síðustu viku þar sem kvennalið félagsins fóru mikinn og alls átti Valur fjögur lið sem spiluðu til úrslita í Laugardalshöll. Þriðji flokkur kvenna mátti þola tap gegn HK-ingum 27-21 líkt og meistaraflokkur kvenna sem tapaði naumlega fyrir Eyjakonum í hörkuleik. 

Fimmti flokkur kvenna (eldra ár) bar sigurorð af Gróttu 20-13 og tryggðu sér bikarmeistaratitil í skemmtilegum leik. Þjálfarar liðsins eru þeir Óskar Bjarni Óskarsson og Erlendur Guðmundsson.

Fjórði flokkur kvenna mætti svo sameiginlegu liði KA og Þór sen sá leikur endaði með öruggum sigri Vals 31-21 en Valsstúlkur leiddu með þremur mörkum í hálfleik. Arna Sif Jónsdóttir, markmaður Valsliðsins varði 16 skot í leiknum og var valin mikilvægasti leikmaður leiksins. Þjálfarar liðsins eru þeir Björn Ingi Jónsson og Arnar Daði Arnarsson.

Við óskum liðunum og öllum sem að þeim standa til hamingju með glæsilegan árangur í bikarkeppninni.