Arna, Thomas og Víðir með U16 á UEFA Development Tournament
Landsliðsþjálfarar U16 ára lið Íslands í knattspyrnu völdu á dögunum hópa sem taka þátt í UEFA Development Tournment í apríl. Kvennaliðið leikur í Wales dagana 10.-16. apríl og leikur gegn Wales, Tékklandi og Ísrael en á sama tíma leika strákarnir í Möltu.
Í hópunum eru þrír Valsarar, þau Arna Karitas Eiríksdóttir, Thomas Ari Arnarsson og Víðir Jökull Valdimarsson. Við óskum krökkunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefnunum.