Valur deildarmeistari Subway deildar karla

Karlalið Vals í körfuknattleik fékk í gær afhentan deildarmeistaratitilinn eftir síðasta leik deildarkeppninnar gegn Tindastól. Lærisveinar Finns höfðu þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn eftir sigur á Njarðvíkingum í síðustu umferð en bikarinn fór á loft að Hlíðarenda við mikinn fögnuð áhorfenda. 

Valur endaði með 34 stig að loknum 22. umferðum, jafn mörg stig og Njarðvíkingar en Valur hafði betur í innbyrðis viðureignum liðanna í vetur. Valur á því heimaleikjarétt út úrslitakeppnina og mætir Störnunni í 8. liða úrslitum Subway deildarinnar. 

Við óskum strákunum og öllum sem að liðinu koma til hamingju með deildarmeistaratitilinn.