Úrslitakeppnin í körfunni hefst í kvöld
![](/media/433092/undan_rslitaser_a_gegn_haukum_news_main.jpg)
Úrslitakeppnirnar í Subway deildum kvenna og karla hefjast í þessari viku - Stelpurnar ríða á vaðið en fyrsti leikur í undanúrslitaeinvígi Vals og Hauka fer fram í kvöld klukkan 18:15 í Ólafssal.
Fyrsti leikur í einvígi Vals og Stjörnunnar í átta-liða úrstilum karla hefst svo á morgun þriðjudag þegar liðin mætast klukkan 18:15 í Origo-höllinni að Hlíðarenda.
Við hvetjum stuðningsfólk til að fjölmenna og styðja liðin til sigurs - Áfram hærra!
![](/media/433092/undan_rslitaser_a_gegn_haukum.png)
![](/media/433098/8_li_a_kk_vs_stj_rnunni.png)