Aðalfundur Vals 2023

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vals verður á Hlíðarenda fimmtudaginn 27.apríl kl. 17.00.

Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum félagsins:

  1. Formaður félagsins setur fundinn.
  2. Kosinn fundarstjóri.
  3. Kosinn fundarritari.
  4. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
  5. Formaður félagsins leggur fram skýrslu aðalstjórnar um starfsemi og framkvæmdir á liðnu starfsári.
  6. Framkvæmdastjóri félagsins leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga félagsins fyrir liðið starfsár til samþykktar.
  7. Framkvæmdastjóri félagsins leggur fram rekstraráætlun næsta starfsárs.
  8. Breytingar á samþykktum sbr. 8., 10. og 22. gr.
  9. Kosinn formaður.
  10. Kosnir átta stjórnarmenn en þrír þeirra skulu jafnframt vera kosnir formenn deildarstjórnar barna- og unglingasviðs, handknattleiksdeildar og körfuknattleiksdeildar.
  11. Kosnir þrír til sex stjórnarmenn í stjórn hverrar deildar fyrir utan knattspyrnudeild. Heimilt er einnig að kjósa allt að 5 varastjórnarmenn fyrir hverja deild fyrir utan knattspyrnudeild.
  12. Kosinn löggiltur endurskoðandi eða endurskoðunarfélag og einnig 2 félagslegir skoðunarmenn.
  13. Önnur mál.

 

Við hvetjum alla félagsmenn til þess að mæta á aðalfundinn.

Stjórn Vals