Besta deild kk: Valur - Breiðablik, sunnudag kl. 19:15

Valur tekur á móti Breiðablik þegar liðin mætast í 2. umferð Bestu deildar karla sunnudagskvöldið 16. apríl á Origo-vellinum að Hlíðarenda.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður heljarinnar dagskrá fyrir leik:

  • 17:00 Pöbbquiz í Fjósinu og kaldur á kantinum (Blikar Velkomnir)
  • Fálkarnir grilla borgara af sinni alkunnu snilld.
  • Pop up pizza verður á staðnum

Fyrir leikinn er stuðningsmönnum liðanna boðið í sannkalla upplifun í Fjósinu. Hefjum leik með Pöbbquizi frá sjálfum Jóhanni Alfreð og strax í kjölfarið hendum við okkur í pallborðsumræður með fyrrverandi leikmönnum og stuðningsmönnum liðanna - Sjá nánar á auglýsingu að neðan. 

Mætum tímanlega á völlinn og styðjum okkar menn! Miðasala sem fyrr á Stubb-appinu!