Úrslitakeppnin í handboltanum hefst á sunnudaginn

Valsmenn mæta Haukum sunnudaginn 16. apríl í fyrsta leik 8-liða úrslitanna karla í Olís deildinni í handknattleik.

Leikurinn hefst klukkan 15:00 í Origo höllinni að Hlíðarenda og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna.

Miðasala sem fyrr í stubbur appinu -  Áfram hærra!