Meistarakeppni KSÍ: Valur - Stjarnan í kvöld kl. 19:30

Valur tekur á móti Stjörnunni í meistarakeppni KSÍ þegar liðin mætast á Origovellinum að Hlíðarenda klukkan 19:30 í kvöld. 

Miðasala á leikinn er í fullum gangi inn á Stubb appinu (frítt fyrir börn) og hvetjum við stuðningsfólk til að fjölmenna á völlinn. 

Þetta er síðasti leikur stelpnanna áður en Besta deild kvenna rúlllar af stað þann 25. apríl næstkomandi en þá fær Valur lið Breiðabliks í heimsókn. 

Áfram Valur - Áfram hærra!