Úrslitakeppnin í körfubolta - næstu einvígi

Kvenna- og karlalið Vals í körfuknattleik eru komin áfram í næstu einvígi í úrslitakeppni Subway-deildanna í körfuknattleik. 

Stelpurnar leika til úrslita gegn Keflavík og er fyrsti leikur einvígisins miðvikudaginn 19. apríl í Bítlabænum. Vakin er athygli að einungis eru seldir miðar í hurð á heimaleikjum Keflvíkinga.

Það varð svo ljóst í gær að karlalið Vals mætir Þór frá Þorlákshöfn í undanúrslitum líkt og í fyrra. Fyrsti leikur einvígisins verður næstkomandi föstudagskvöld í Origo-höllinni að Hlíðarenda.