Úrslit Leikur 2: Valur - Keflavík, laugardag kl. 19:15
Annar leikur Vals og Keflavíkur í úrslitum Subwaydeildar kvenna í körfuknattleik fer fram laugardaginn 22. apríl þegar liðin mætast í Origo-höllinni að Hlíðarenda.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 og hvetjum við stuðningsmenn beggja liða til að mæta tímanlega til að forðast raðir.
Miðasala fer sem fyrr fram í gegnum Stubb appið - Almennt miðaverð er 2.500 fyrir bæði börn og fullorðna.
Minnum einnig á hamborgarasölu fyrir leik og í hálfleik.