Besta deild kv: Valur - Breiðablik, í kvöld þriðjudag kl. 19:15

Valur tekur á móti Breiðablik þegar liðin mætast í opnunarleik liðanna í Bestu deild kvenna tímabilið 2023. Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Origo-vellinum að Hlíðarenda og fer miðasala fram á Stubb-appinu. 

Fálkarnir verða að vanda með glóðasteikta hamborgara og hvetjum við stuðningsmenn til að mæta tímanlega á völlinn og styðja stelpurnar í þessum sannkallaða stórleik. 

Áfram Valur - áfram hærra!