Arnór Snær Óskarsson til Rhein-Neckar Löwen

Arnór Snær Óskarsson hefur gert tveggja ára samning við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Þar mun hann hitta fyrir okkar eina sanna Ými Örn Gíslason sem varð einmitt bikarmeistari með liðinu fyrir skömmu.

Þess má geta að Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson léku einmitt saman með Ljónunum tímabilið 2009-2010 við góðan orðstír. Engin pressa Arnór! 

Arnór Snæ þekkja allir innan veggja Hlíðarenda. Dagfarsprúður, léttur, ljúfur og kátur. Hefur hlaupið í ýmis störf í Valsheimilinu og unnið gríðarlegt magn af titlum í yngri flokkum félagsins sem og í meistaraflokki.

Það verður sjónarsviptir að þessum magnaða leikmanni með stóra Valshjartað.

Við óskum Arnóri og allri fjölskyldunni innilega til hamingju með áfangann.

Áfram Valur!