Subway deild kv: Valur - Keflavík, leikur 4 í kvöld

Valur tekur á móti Keflvíkingum þegar liðin mætast í fjórðu viðureign liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfuknattleik.

Valur leiðir einvígið 2-1 og getur með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Það þarf því ekki að fjölyrða um mikilvægi þess að stuðningsfólk Vals fjölmenni að Hlíðarenda og styðji stelpurnar í kvöld. 

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og minnum við á hamborgarasölu jafnt sem miðasölu sem er í fullum gangi inn á Stubbur appinu.

Mætum í rauðu og styðjum stelpurnar til sigurs!