Fjórði flokkur drengja Reykjavíkurmeistari
Það var frábær dagur í gær að Hlíðarenda þegar fjórði flokkur drengja í knattspyrnu tryggði sér Reykjarvíkurmeistaratitilinn 2023 með 9-0 sigri á flottu liði Víkings.
Strákarnir byrjuðu daginn á því að þrífa stúkuna eftir leik Vals og Stjörnunnar og spiluðu svo frábærlega í lokaleik mótsins. Liðið skoraði 5.2 mörk að meðaltali í leik og dreifðist markaskorun vel milli manna en Matthías Kjeld varð markahæsti maður mótsins með 14 mörk.
Fjórði flokkur í ár er frábær hópur og með marga gríðarlega efnilega leikmenn en bæði B og C liðin stóðu sig með prýði í sínum keppnum og endaði B liðið í 2 sæti en C liðið á ennþá möguleika á að sigra sína keppni.
Framtíðinn er svo sannarlega björt hjá okkur Völsurum - Áfram hærra!