Valur - Tindastóll leikur 3: Miðasala og upplýsingar

Miðasala á Valur - Tindastóll, sem fer fram á föstudaginn 12. maí verður með aðeins öðrum hætti en áður - hér eru helstu upplýsingar.

Opnað hefur verið fyrir árskortshafa Vals og fyrir handhafa KKÍ skírteina á Stubb. Tindastóll sér alfarið um miðasölu til sinna stuðningsmanna.

Opnað verður fyrir almenna miðasölu klukkan 12:00 fimmtudaginn 11. maí á Stubb.

Eftirfarandi miðatýpur verða í boði fyrir stuðningsfólk Vals (sjá mynd):

  • V miðar = Gilda í stúkur B, C og D1-D2
  • Valur gólf = Gilda á gólfið fyrir aftan körfu fyrir framan C stúku
  • Valur VIP = Gilda í sæti með hliðarlínu auk 16 sæta til hliðar við körfu fyrir framan C stúku

Fyrir stuðningsfólk Tindastóls verða eftirfarandi miðar í boði:

  • A gestir = Gilda í stúku A
  • D gestir = Gilda í stúku D3-D5
  • Gestir gólf = Gilda á gólfið fyrir aftan körfu fyrir framan stúku A
  • Gestir VIP = Gilda í sæti með hliðarlínu auk 16 sæta til hliðar við körfu fyrir framan stúku A.