Olís deild kvenna úrslit: Valur - ÍBV þriðjudag kl. 18:00

Valur tekur á mót ÍBV þegar liðin mætast í annarri viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna í handknattleik þriðjudaginn 16. maí.

Leikurinn fer fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda klukkan 18:00 (ath. breyttan leiktíma) og hvetjum við stuðningsfólk til að fjölmenna.

Valur leiðir einvígið 1-0 og þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi stuðnings áhorfenda í leik sem þessum. Miðasala sem fyrr inn á stubb appinu og fjósið opið fyrir leik.