BYKO og Knattspyrnudeild Vals hafa gert með sér samstarfssamning

BYKO verður einn af aðal samstarfsaðilum knattspyrnudeildar Vals til næstu þriggja ára og var samningur þess eðlis undirritaður nú fyrir skömmu.

BYKO er alhliða verslunarfyrirtæki sem selur byggingavörur, heimilisvörur, innréttingar og fleira.

Fyrirtækið er með starfsemi á nokkrum stöðum á landinu og rekur þar á meðal mjög öfluga vefverslun byko.is þar sem yfir 20 þúsund vörur eru í boði.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigurð Kristinn Pálsson og Leif Örn Gunnarsson handsala samninginn.