Tvö gull og þrjú silfur eftir úrslitahelgi yngri flokka í körfubolta

Úrslitahelgi yngri flokka í körfuknattleik fór fram um helgina og átti Valur alls fimm lið í úrslitum. 

10. flokkur drengja Vals varð 4. deildar meistari eftir sterkan sigur á Fylki 79-62. Leikurinn var jafn lengst af jafn, en eftir að Valur náði forystunni létu þeir hana aldrei af hendi.

10.flokkur drengja B-liða  3. deildar fékk silfurverðlaun eftir tap gegn sameiginlegu liði Hamars/Þórs 88-71 í Blue-höllinni í Keflavík.

9. flokkur drengja A-liða í annarri deild gerði sér lítið fyrir og varð meistari eftir öruggan sigur á Haukum 60-49. Sami flokkur kvennamegin mátti þola tap gegn Fjölni 57-43 á Meistaravöllum og fengu þær silfur að launum.

Að endingu mátti lið Vals/KR í ungmennaflokki kvenna sætta sig við silfur eftir æsispennandi úrslitaleik við Keflvíkinga þar sem lokatölur urðu 66-69 Suðurnesjastúlkum í vil. 

Frábær árangur hjá liðum Vals og óskum við iðkendum, þjálfurum og öllum sem að liðunum standa hjartanlega til hamingju með árangurinn.