Oggi til HF Karlskrona

Þorgils Jón Svölu Baldursson hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska félagið HF Karlskrona.

Þorgils Jón eða Oggi eins og flestir þekkja hann hefur verið lykilmaður í velgengni Valsliðsins undanfarin ár og látið til sín taka á báðum endum vallarins.

Oggi er enn einn uppaldi Valsarinn sem stígur skrefið í atvinnumennsku eftir góð ár hjá uppeldisfélaginu.

Við óskum Ogga og fjölskyldu til hamingju með áfangann.