5. flokkur kvenna í handbolta Íslandsmeistari

5. flokkur kvenna eldra ár spilaði um helgina á sínu fimmta og síðasta móti vetrarins en leikið var að Varmá og sendi Valur tvö lið til keppni.

Valur 2 endaði í öðru sæti í sinni deild og Valur 1 vann sína deild og varð einnig Íslandsmeistari 5. flokks kvenna eldri 2023. Þær unnu öll fimm mót vetrarins og reyndar hafa þær ekki tapað leik í 3 ár og eru Íslandsmeistarar fjórða árið í röð.

Við óskum iðkendum og þjálfurum hjartanlega til hamingju með árangurinn.