Úrslitadagur yngri flokka í handbolta á fimmtudag

Úrslitadagur yngri flokka í handbolta verður haldinn fimmtudaginn 18. maí í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal. Valur á þrjú lið sem spila til úrslita og ríður fjórði flokkur karla yngra ár á vaðið klukkan 10:00 þegar þeir etja kappi við FH. 

Klukkan 12:00 mætast svo lið Vals og KA/Þór í fjórða flokki kvenna og klukkan 16:00 mætir þriðji flokkur kvenna Haukum eða sameiginlegu liði KA/Þórs.

Við hvetjum foreldra og stuðningsfólk til að fjölmenna í Úlfarsárdalinn og styðja við bakið á okkar liðum.