Daníel og Þorvaldur valdir í U19 í handbolta

Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson, þjálfarar U19 landsliðs drengja i handbolta völdu á dögunum hóp fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt í HM í Króatíu í ágúst. 

Til undirbúnings tekur liðið þátt í móti sem fer fram í Lubeck í Þýskalandi auk þess að leika vináttuleiki gegn Færeyingum ytra.

Í hópnum eru tveir Valsarar, þeir Daníel Örn Guðmundsson og Þorvaldur Örn Þorvaldsson. Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í komandi verkefnum.